Wednesday, May 30, 2012

HOT TREND: maxi dresses and skirts

Bæði maxi kjólar og pils eru svo ótrúlega flott á sumrin. Mér finnst algjört must að eiga allaveganna eitt pils eða einn kjól, þetta er alveg ekta svona flík sem þú hoppar bara í þegar þú veist ekkert í hverju þú átt að vera í, en þú lítur samt æðislega út!










-
S&S


Tuesday, May 29, 2012

Dagsins

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur vinkonunum síðustu daga, en í dag vorum við báðar í fríi og gátum loksins gert okkur glaðan dag saman. Við skoðuðum í búðir á Laugarveginum og fengum okkur kjúklingasalat á Austurvelli í sólinni. Alveg hreint yndislegt!






-
Stefanía Rós 

Wednesday, May 23, 2012

Pin up @ Lebowski bar

Fashion academy Iceland er á allra vörum þessa daganna. Frænka mín, Helga SY ljósmyndari fór á námskeiðið til þess að öðlast meiri reynslu. Í skólanum er hægt að læra margt, meðal annars ljósmyndun, snyrtifræði og stílista. Það er svo samvinna milli deilda í alls kyns verkefnum á námskeiðinu og á þeim tíma myndast mikilvæg vinabönd. Nú eru komnar næstum fjórar vikur síðan námskeiðið hjá Helgu frænku kláraðist en hún og vinkonur hennar frá námskeiðinu smelltu nokkrum frábærum myndum um helgina á nýja veitinga-/skemmtistaðnum Lebowski bar í anda pin up/rockabilly.









Model:Sigríður Ösp/elite models
Stylist and hair: Ólína Margrét
Makeup: Ásta Rós
Photographer: Helga SY

Hér getið þið svo skoðað fleiri myndir eftir Helgu og náð sambandi við hana. 

-
Stefanía Rós 

Friday, May 18, 2012

Listahátíð Reykjavíkur 2012

Listahátíð Reykjavíkur verður sett af stað kl. 18:00 í Hörpunni í kvöld. Þið getið skoðað hér hvaða atburðir eru í Hörpunni á listahátíðinni sjálfri. Mig langar rosalega mikið að fara á tónlistar og dans viðburðinn Á vit... Í þeirri sýningu taka Íslenski dansflokkurinn og Gus Gus til samstarfs og verður það alveg pottþétt flott sýning!

Hér er hægt að sjá video frá Á vit...

-
Stefanía Rós

Dótturfélagið

Fyrir nokkrum vikum var verið að opna nýja búð á Laugarveginum sem heitir Dótturfélagið.Vinkonurnar Kristín Ásta og Oddný Jóna höfðu lengi dreymt um að opna tískubúð og létu nú drauminn loksins rætast og opnuðu þessa glæsilegu búð 27.apríl síðastliðinn.Verslunin er í anda búðarinnar Urban Outfitters með nýjustu götutískuna sem lengi hefur vantað hér á landi. Búðin er staðsett á Laugavegi 12b 101 Reykjavík.

 Mig dreymir um græna jakkann með leðurermunum





-

Sigrún Guðmundsdóttir

Thursday, May 17, 2012

DIY: Studded bra

Mér þykir rosalega gaman af DIY verkefnum og hafði lengi langað til þess að gera studded bra. Ég var búin að fara í allar föndur búðirnar í bænum og fann aldrei studs, leitaði einnig í föndur búðum í Ameríku þegar ég var þar um páskana.



 Dagur Alex vinur minn átti belti sem hann var svo góður að gefa mér þar sem hann var hættur að nota það og á því var studs. Það tók einhvern tíma að plokka þá af, en það var svo mikið þess virði! Þegar það var búið var bara næst á dagskrá að setja þá á brjóstarhaldarann. Það tók enga stund og var ekkert mál! 


Í gærkvöldi gafst mér svo tækifæri til þess að nota hann. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna og á eftir að nota hann mikið!!

-
Stefanía Rós

Wednesday, May 16, 2012

Júniform kemur með hálsmenalínu

Eignadi og hönnuður íslenska fatamerkisins Júniform, Birta Björnsdóttir flytur af landi brott. Birta ætlar að flytja til Barcelona með eiginmanni sínum og börnum. Þrátt fyrir það er hún langt frá því að vera hætt og sendir nú frá sér æðislega flotta hálsmenalínu! Það sem er skemmtilegast við þessi hálsmen er að engin tvö eru eins svo þú ert ekki gangandi um með eins og allir aðrir. Hálsmenin eru handofin í anda Masai og notar Birta skinnu, rær og ýmsar járnvörur í þau. Hálsmenin eru hægt að nálgast á Ingólfsstræti 8 og kosta þau 17.900.- kr.


Hægt er að skoða fleiri hálsmen á facebook síðunni hjá Júniform.
-
S&S


Monday, May 14, 2012

HOT TREND: sleeve tattoo

Okkur finnst sleeve tattoo vandræðilega hot! Hvað finnst ykkur??


Fagmaður!!














-
S&S

Summer inspiration

Það er svo gaman að skoða flottar myndir og láta sér dreyma þegar það er svona ógeðslegt veður úti!!

















ps. ef þið sjáið svona bol,, please let us know!!!

-
S&S