Mér þykir rosalega gaman af DIY verkefnum og hafði lengi langað til þess að gera studded bra. Ég var búin að fara í allar föndur búðirnar í bænum og fann aldrei studs, leitaði einnig í föndur búðum í Ameríku þegar ég var þar um páskana.
Dagur Alex vinur minn átti belti sem hann var svo góður að gefa mér þar sem hann var hættur að nota það og á því var studs. Það tók einhvern tíma að plokka þá af, en það var svo mikið þess virði! Þegar það var búið var bara næst á dagskrá að setja þá á brjóstarhaldarann. Það tók enga stund og var ekkert mál!
Í gærkvöldi gafst mér svo tækifæri til þess að nota hann. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna og á eftir að nota hann mikið!!
-
Stefanía Rós