Monday, June 25, 2012

Helgin

Á föstudeginum þá fórum við í late dinner á Eldsmiðjuna, eftir það röltum við Laugarveginn og fengum okkur eftirrétt á Cafe Paris. Það var algjört æði, hittum bekkjarsystur okkar og veðrið var algjörlega frábært. Eftir kaffihúsarölt kíktum við á málverk eftir Kristíni Þorláksdóttur hjá Kramhúsinu, mælum með að þið kíkið á þær!! Ótrúleg flott hjá henni. 




+


Við vorum báðar einar heima á laugardaginn og ákváðum þess vegna að leyfa okkur aðeins og skelltum okkur á date á Tapas Barinn. Ein besta ákvörðun sem við höfum tekið! Við fengum okkur önd í malt og appelsín sósu, nautalund í sveppasósu, kengúru í plómusósu og enduðum svo á fjórum bestu eftirréttum hússins. Kvöldið var hreint út sagt æði!




-
S&S

No comments:

Post a Comment