Wednesday, June 27, 2012

MINUSEY










Þvílíkt flott föt á þessari síðu, þetta er aðeins brotabrot af því sem ég væri til í að eiga. Ég held að það sé alveg klárt mál að maður verði að panta sér af þessari síðu fyrir haustið. Þið getið skoðað meira hér.

-
Stefanía Rós Thorlacius Karlsdóttir

Monday, June 25, 2012

Helgin

Á föstudeginum þá fórum við í late dinner á Eldsmiðjuna, eftir það röltum við Laugarveginn og fengum okkur eftirrétt á Cafe Paris. Það var algjört æði, hittum bekkjarsystur okkar og veðrið var algjörlega frábært. Eftir kaffihúsarölt kíktum við á málverk eftir Kristíni Þorláksdóttur hjá Kramhúsinu, mælum með að þið kíkið á þær!! Ótrúleg flott hjá henni. 




+


Við vorum báðar einar heima á laugardaginn og ákváðum þess vegna að leyfa okkur aðeins og skelltum okkur á date á Tapas Barinn. Ein besta ákvörðun sem við höfum tekið! Við fengum okkur önd í malt og appelsín sósu, nautalund í sveppasósu, kengúru í plómusósu og enduðum svo á fjórum bestu eftirréttum hússins. Kvöldið var hreint út sagt æði!




-
S&S

Sunday, June 24, 2012

Svart og hvítt

Svona lítur herbergið mitt út í dag!!!! Mér finnst rosalega gaman að breyta til og reyni alltaf að hafa það sem snyrtilegast því ekkert finnst mér leiðinlegra að fara sofa þegar allt er út um allt sérstaklega þegar fötin mín liggja alls staðar. Þegar ég var yngri var herbergið mitt í öllum regnbogans litum og fékk ég alveg nóg af litum í bili og þess vegna tók ég það alveg í gegn og nú er það bara mjög mikið svart og hvítt sem ég elska og er mjög ágnægð með útkomuna. Mér finnst rosalega gaman að fara í húsgagnaverslunir og finna mér eitthvað nýtt í herbergið mitt t.d rúmföt eða koddar gefa allt annað look á herbergið ef þú ert komið með leið á alltaf sama stílnum.Ákvað í dag að taka til eftir að herbergið mitt var í gjörsamlega rústi eftir helgina :( En svona lítur herbergið mitt út í dag eftir tiltektina, Njótið!




Ný búin að gera þennan vegg,var búin að safna svart hvítum myndum aðalega fékk ég þær á tumblr og ákvað síðan að prenta þær út og láta þær í svarta og silfurlitaða ramma sem kom bara mjög vel út
 Keytpi þennan bakka í epak undir snyrtivörurnar mínar mjög þægilegt

          Jólagjöfin mín 2010,íslensk hönnun
                 Ég fékk þennan í fermingagjöf frá ma og pa
keypti mér hrafn undir hálsmenin mín

-

Sigrún Guðmunsdóttir 

Sunday, June 10, 2012

Weekend


Tók smá forskot á sæluna á fimmtudagskvöldið og keypti mér langþráðar 5units buxur í Sautján á miðnæturopnun Smáralindar.

Við Sigrún tókum smá date night á föstudaginn og fórum á The Laundromat Cafe. 

Details.
Grilluðum í góðra vinahópi á laugardaginn og skelltum okkur í afmæli. 


Fórum á Ísland - Holland í dag og unnum við með glæsibrag! Svo var leiðinni haldið beint á Nauthól í late dinner, mæli svo sannarlega með kjúklingasamlokunni þar!!!

-
Stefanía Rós