Svona lítur herbergið mitt út í dag!!!! Mér finnst rosalega gaman að breyta til og reyni alltaf að hafa það sem snyrtilegast því ekkert finnst mér leiðinlegra að fara sofa þegar allt er út um allt sérstaklega þegar fötin mín liggja alls staðar. Þegar ég var yngri var herbergið mitt í öllum regnbogans litum og fékk ég alveg nóg af litum í bili og þess vegna tók ég það alveg í gegn og nú er það bara mjög mikið svart og hvítt sem ég elska og er mjög ágnægð með útkomuna. Mér finnst rosalega gaman að fara í húsgagnaverslunir og finna mér eitthvað nýtt í herbergið mitt t.d rúmföt eða koddar gefa allt annað look á herbergið ef þú ert komið með leið á alltaf sama stílnum.Ákvað í dag að taka til eftir að herbergið mitt var í gjörsamlega rústi eftir helgina :( En svona lítur herbergið mitt út í dag eftir tiltektina, Njótið!
Ný búin að gera þennan vegg,var búin að safna svart hvítum myndum aðalega fékk ég þær á tumblr og ákvað síðan að prenta þær út og láta þær í svarta og silfurlitaða ramma sem kom bara mjög vel út
Keytpi þennan bakka í epak undir snyrtivörurnar mínar mjög þægilegt
Jólagjöfin mín 2010,íslensk hönnun
Ég fékk þennan í fermingagjöf frá ma og pa
keypti mér hrafn undir hálsmenin mín
-
Sigrún Guðmunsdóttir