Sturla Sær, vinur okkar kom til mín í vetur í ótrúlega flottum hvítum bol með svörtum kross á. Þegar ég fór að spyrja hann út í bolinn komst ég af því að hann hafi sjálfur málað krossinn á. Síðan þá hefur mig og Sigrúnu langað til þess að prufa að gera svona boli.
Ég bað mömmu mína um að búa til skapalón fyrir okkur í vinnunni stuttu eftir þetta. Það tók nú alveg tvo eða þrjá mánuði haha.
Við ákváðum að kaupa ódýra boli til þess að byrja með þar sem þetta var fyrsta tilraun. Við fundum hvíta hlýraboli í Outlet 10, Skeifunni á 2.000.- kr. Fatamálninguna er hægt að kaupa í öllum föndurbúðum, það sem er sniðugt við þann sem við keyptum að þú spreyar bara á bolinn, enginn pensill og ekkert vesen.
Hér er svo útkoman, ég er ótrúlega ánægð með hann! Eitt sem fer pínulítið í taugarnar á mér er hægri armurinn á krossinum, þarna spreyjaði ég aðeins of mikilli málningu svo hún lak undir skapalónið. Það gekk mikið betur með bolinn hennar Sigrúnar og krossinn hennar varð 100%.
Hlakka til að sýna ykkur tilraun 2 :-)
-
Stefanía Rós